Rússlandsforseti sagði á ráðstefnu í Pétursborg í gær að Rússar hefðu flutt fyrstu kjarnorkuvopnin yfir landamærin til Belarús. Hann sagði jafnframt að vopnin yrðu ekki notuð nema Rússum eða landamærum þeirra væri ógnað.
Pútín sagði einnig að flutningum á kjarnaoddum yrði lokið áður en sumarið liði undir lok. Fjallað var ítarlega um málið á vef ríkisútvarpsins í dag.
Umræða