Líkamsárás var framin á Ísafirði þriðjudag. Vefmiðillinn bb.is greindi fyrst frá malinu og þar segir hnífi hafa verið beitt í árásinni. Lögreglan á Vestfjörðum staðfesti að líkamsárás hafi verið framin í heimahúsi í bænum á þriðjudag og þar hafi einn verið handtekinn og annar fluttur á sjúkrahús.
Sá sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í lífshættu og sé á batavegi. Þeim sem handtekinn var hafi verið sleppt að lokinni yfirheyrslu. Málið er í rannsókn.
Umræða