Atli Rafn Björnsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, hefur látið af störfum hjá bankanum. Hann er þriðji stjórnandinn sem hættir hjá bankanum síðan á miðvikudaginn.
Ríkisútvarpið fjallaði um málið og þar kemur jafnframt fram að Atli Rafn Björnsson, hafi stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019. Hann sé þriðji stjórnandinn hjá Íslandsbanka sem hættir eftir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sektaði bankann um 1,2 milljarð króna vegna brota bankans við einkavæðingu á um fjórðungshlut ríkisins í bankanum.
Umræða