Maðurinn sem fannst látinn í Eyjafirði á laugardagskvöld hét Jónas Vigfússon, hann var 71 árs að aldri. Jónas lætur eftir sig eiginkonu, tvær uppkomnar dætur og sjö barnabörn. Jónas var fæddur árið 1951, bóndi á Litla-Dal í Eyjafjarðarsveit og var hann fyrrverandi sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og áður í bæði Hrísey og á Kjalarnesi.
Jónas var látinn þegar björgunarsveit náði til hans en hann við smalamennsku hátt upp í hlíðum Hagárdals, þegar viðbragðsaðilum barst beiðni um aðstoð. Mjög erfiðlega gekk að komast til hans og ekki var hægt að notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Mbl.is greinir frá því að samkvæmt upplýsingum frá ekkju Jónasar hafi Jónas ekki látist af slysförum, en orsök andlátsins sé ókunn. Vill fjölskylda Jónasar jafnframt koma á framfæri innilegu þakklæti til viðbragðsaðila.
Umræða