• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Verkfall í grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum hefst á mánudag

Vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu

Yfirlýsing: Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
15. september 2023
in Fréttir, Innlent
A A
0

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

  • Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það fellur meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða.

  • Á Íslandi eru í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.
  • Samkvæmt lögum 91/2008 um grunnskóla er rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eiga grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir fela meðal annars í sér víðtæka fræðslu, líkt og hér um ræðir.

Öll fræðsla tekur tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi.

  • Hinsegin fræðsla er ekki kynfræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum.
  • Kynfræðsla snýst um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla er einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
  • Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 eru unnin í samstarfi við unglinga sem hafa áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin eru kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn eru gjarnan útsett fyrir klámi og er veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi.
  • Nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar

Við undirrituð styðjum við góða og vandaða hinsegin- og kynfræðslu í skólakerfinu.

Mennta- og barnamálaráðuneytið
Reykjavíkurborg
Samband íslenskra sveitarfélaga
Umboðsmaður barna
Menntamálastofnun
Barnaheill
Samtökin ’78
Heimili og skóli – Landssamtök foreldra

Umræða
Share2Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    33 deilingar
    Share 13 Tweet 8
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    86 deilingar
    Share 34 Tweet 22
  • Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?