Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er lægð stödd 200 km suður af Reykjanesi og sendir hún regnsvæði sitt yfir mestallt landið og því er útlit fyrir að víða verði rigning með köflum í dag. Með fylgir austan strekkingur, en norðaustan hvassviðri á Vestfjarðakjálkanum og við Breiðafjörð. Hitinn á bilinu 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á morgun dregur úr vindi, þó má enn búast við strekkingi eða jafnvel allhvössum vindi á norðvestanverðu landinu. Það dregur einnig úr úrkomu, en einhverrar vætu er þó að vænta í flestum landshlutum.
Á fimmtudag snýst síðan til norðlægari vindáttar með lítilsháttar rigningu í norðausturfjórðungi landins, en þá birtir upp á Suður- og Vesturlandi. Hitatölur þokast niðurávið þegar svalara loft berst yfir með norðanáttinni. Spá gerð: 26.09.2023 06:44. Gildir til: 27.09.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs
Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan 8-15 m/s í dag, en 15-20 um landið norðvestanvert. Rigning með köflum víða um land. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.
Dregur úr vindi og úrkomu á morgun.
Spá gerð: 26.09.2023 09:26. Gildir til: 28.09.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-13 og dálítil væta, en yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu. Hiti 4 til 12 stig, mildast á Suðurlandi.
Á föstudag:
Norðaustan 3-10 og lítilsháttar skúrir, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti frá 2 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 10 stig syðst.
Á laugardag:
Austanátt og fer að rigna, fyrst sunnantil. Hiti 5 til 10 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt og milt veður. Rigning suðaustan- og austanlands, en stöku skúrir annars staðar.
Á mánudag:
Norðaustanátt og rigning, en þurrt á Suður- og Vesturlandi.
Spá gerð: 26.09.2023 07:55. Gildir til: 03.10.2023 12:00.