Hugleiðingar veðurfræðings
Skammt vestur af landinu eru smálægðir sem senda snjókomubakka inn yfir vestanvert landið og mun snjóa staðbundið allmikið. Spár gera ráð fyrir að nærri kyrrstæð skil stoppi að mestu leiti yfir Suðurlandi og mun því snjóa allmikið, einkum vestantil og getur hæglega valdið ófærð og mjög erfiðum aksturskilyrðum.
Í kvöld færist svo þetta veðrakerfi áfram til austurs og mun færast yfir á Suðausturland. Annars staðar verður mun minni úrkoma. Heldur hlýnar í dag og sums staðar verður hiti yfir frostmarki við suður ströndina.
Næstu daga verða umhleypingar nokkuð víða og því betra að fylgjast vel með fréttum um færð og veðurspá. Spá gerð: 26.12.2023 06:35. Gildir til: 27.12.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna snjókomu
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt og yfirleitt 3-10 og víða snjókoma vestantil á landinu, en einkum sunnanlands í dag. Úrkomulítið norðaustantil. Frost 0 til 12 stig, mest í innsveitum á Norðausturlandi.
Suðaustan 5-10 austantil á morgun, en norðaustan 8-15 um landið vestanvert. Víða snjókoma á köflum eða él, en yfirleitt þurrt á Suðvesturlandi. Sums staðar frostlaust á morgun, einkum við suður- og austurströndina, annars 0 til 8 stiga frost.
Spá gerð: 26.12.2023 04:11. Gildir til: 27.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.
Á föstudag og laugardag:
Hæg breytileg átt og dálítil snjókoma með köflum, úrkomulítið austantil. Frost víða 1 til 10 stig, en frostlaust syðst.
Á sunnudag (gamlársdagur):
Líklega fremur hæg breytileg átt og skýjað, en úrkomulítið, en dálítil snjókoma suðaustanlands. Talsvert frost.
Á mánudag (nýársdagur):
Útlit fyrir vestanátt með éljum, en bjartviðri austast og dregur úr frosti.
Spá gerð: 26.12.2023 07:57. Gildir til: 02.01.2024 12:00.