Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða, en annars bjart með köflum. Síðdegis er vaxandi austanátt og þykknar upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld. Gul viðvörun er í gildi í kvöld á Suðurlandi vegna hríðar, einkum undir Eyjafjöllum. Hlýnar í veðri.
Í nótt dregur smám saman úr vindi. Á morgun verður suðaustanblástur eða kaldi og víða él eða skúrir, en úrkomuminna síðdegis og rofar til um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en hiti yfirleitt 0 til 3 stig við sjávarsíðuna. Spá gerð: 19.01.2024 06:13. Gildir til: 20.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Lítilsháttar él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 3 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Vaxandi austanátt sunnantil eftir hádegi, 13-20 um kvöldið með snjókomu eða slyddu, en 18-23 syðst. Hlýnandi veður.
Suðvestan 5-13 á morgun og él eða skúrir, en dregur úr úrkomu síðdegis. Víða vægt frost, en hiti 0 til 3 stig við sjávarsíðuna. Spá gerð: 19.01.2024 04:53. Gildir til: 20.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum, en styttir upp sunnantil síðdegis. Frost 0 til 10 stig, en hiti um eða yfir frostmarki syðst.
Á sunnudag:
Breytileg átt, 3-10, skýjað og dálítil él með ströndinni norðan- og vestanlands, en annars bjart með köflum. Kólnar í veðri.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él norðantil, en að mestu bjart syðra. Frost 2 til 15 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðlæg átt og lítilsháttar él vestanlands, en yfirleitt bjart fyrir austan. Hægt hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum eða skúrum. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Líkur á stífri suðvestanátt með skúrum og síðar éljum. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 18.01.2024 20:56. Gildir til: 25.01.2024 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða, en annars bjart með köflum. Síðdegis er vaxandi austanátt og þykknar upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld. Gul viðvörun er í gildi í kvöld á Suðurlandi vegna hríðar, einkum undir Eyjafjöllum. Hlýnar í veðri.
Í nótt dregur smám saman úr vindi. Á morgun verður suðaustanblástur eða kaldi og víða él eða skúrir, en úrkomuminna síðdegis og rofar til um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en hiti yfirleitt 0 til 3 stig við sjávarsíðuna.
Spá gerð: 19.01.2024 06:13. Gildir til: 20.01.2024 00:00.