Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og Motor félagstímaritsins stendur nú sem hæst. Prófanir hófust í morgun og þeim lýkur formlega seinni partinn á fimmtudag og þá ættu endanlegar niðurstöður að liggja fyrir. FÍB er aðili að rannsókninni og aðstoðar við framkvæmdina. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heimunum og er þetta í fimmta sinn sem hún er framkvæmd.
NAF og Motor hafa um árabil gert vandaðar prófanir og úttektir á rafbílum bæði að sumar- og vetrarlagi. Niðurstöður í rannsókninni verða birtar á heimasíðu FÍB þegar þær liggja fyrir.
Hægt er að fylgjast með framgangi prófananna hér
Umræða