Gerum stórátak í rafvæðingu samgangna
Eftir konu að nafni Christiana Figueres, framkvæmdastjóra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar var eftirfarandi haft fyrir nokkrum dögum:
„Að flytja inn benzín á bíla er eins og að flytja inn fisk til Íslands.“
Þetta er rétt.
Þessi orð ættu að ýta við stjórnvöldum að hefja stórátak til þess að rafvæða allar samgöngur á Íslandi á nokkrum árum.
Við eigum ekki að þurfa að eyða stórfé í að flytja inn benzín og olíu til að knýja samgöngutæki.
Og rafvæðing samgangna á Íslandi væri stórt skref í umhverfismálum.
Ísland getur auðveldlega orðið fyrsta landið í heiminum, sem yrði „hreint“ að þessu leyti.
Segir Styrmir Gunnarsson um rafvæðingu í stað eldsneytis
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/29/island-i-1-saeti-i-heimi-i-okri-a-eldsneyti-tryggingafelog-okra-a-bileigendum-upp-a-hundrud-prosenta/