Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segist svekktur með þá ákvörðun Åge Hareide að velja sig ekki í landsliðshópinn fyrir EM umspilsleikina sem fram undan eru. Hópurinn verður formlega tilkynntur seinnipartinn í dag.
Ríkisútvarpið fjallaði um málið og þar kemur fram að Gylfi sé mjög ósáttur við að vera ekki með í liðinu og segir það „gríðarleg vonbrigði“ að hafa ekki verið valinn og að hann sé raunar í betra líkamlegu standi en hann var síðasta haust þegar hann spilaði með landsliðinu.
„Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi.
Gylfi er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals en tilkynnt var um félagsskiptin í gær hjá Fréttatímanum.
Umræða