Hollenska lögreglan er með mikinn viðbúnað í bænum Ede þar sem vopnaður maður heldur fjölda manns í gíslingu á skemmtistað.
Maðurinn kom inn í klúbbinn snemma í morgun og hótaði að sprengja staðinn í loft upp. Lögregla fékk tilkynningu um málið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma. Gíslarnir eru starfsfólk staðarins. Ekki er vitað hversu mörg þau eru, en lögregla er búin að rýma 150 hús í næsta nágrenni. Fjallað’ var um málið á vef ríkisútvarpsins.
Í frétt De Telegraafsegir segir að þrennt hafi komið út af staðnum, greinilega í uppnámi, en lögregla segir að enn sé fólk í haldi. Lögreglan vill ekki segja til um hvort þau hafi haft samband við gíslatökumanninn, en ekkert þykir benda til þess að um hryðjuverk sé að ræða.
Umræða