Kastrup Restaurant, er skemmtilegt og líflegt veitingahús við Hverfisgötu 6, í miðbæ Reykjavíkur. Upplagt er að borða á staðnum fyrir t.d. leikhúsferðir, eða tónleika í Hörpu eða bara áður en kíkt er á lífið í miðbænum að kvöldi. Eða borða í hádeginu á virkum degi eða um helgar. Alltaf góð og lífleg stemming og einstaklega góður matur.
Kastrup er bístró í nútíma norrænum stíl í hjarta Reykjavíkur sem býður upp á skandinavísk smurbrauð og norræna rétti í hádeginu og á kvöldin. Upplifðu blöndu af hefð og nýsköpun þar sem hver réttur segir sögu af handverki í matreiðslu
Matseðillinn á Kastrup er mjög fjölbreyttur að kvöldi og allir ættu að finna góðan mat þar við sitt hæfi. Glæsilegir forréttir, og aðalréttir eru allir girnilegir sem og aðrir réttir sem eru í boði og eru sniðnir að þörfum viðskiptavina.
Þá er brunch matseðillinn einnig mjög girnilegur og fjölbreyttur og hægt að velja úr fjölda rétta á honum. Vínseðillinn er alveg meiriháttar flottur og mikið og gott úrval þar að finna og upplagt að ráðfæra sig við þjóna við að velja borðvín.
,,Norrænt nútímalegt bístró staðsett í hjarta Reykjavíkur. Hér fögnum við list skandinavískrar matargerðar og bjóðum upp á stórkostlegt úrval af smurbrauði og réttum í bistro-stíl. Matseðillinn okkar, gerður úr staðbundnu hráefni, endurspeglar einfaldleika og hreinleika norrænna bragðtegunda.
Upplifðu blöndu af hefð og nýsköpun þar sem hver réttur segir sögu af handverki í matreiðslu.“ Segir á vef Kasstrup og það er alveg hægt að taka undir það og bæði þjónustan og maturinn er alveg frábær.