Samkvæmt könnun á þeim launum sem bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu greiða til barna í vinnuskólum, eru lægstu launin 766,50 krónur til barna í 8. bekk í Reykjavík. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi hækkað laun í vinnuskólanum í ár og nemur hækkunin á tímakaupi um 7,9% og eftirtektavert er að borgin notast enn við aura þegar þessi laun eru reiknuð, á meðan aðrir fá milljónir greiddar án slíkrar nákvæmni.
Tillagan um hækkunina var lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Það er óhætt að segja að börn í borginni og í bæjarfélögum séu hvorki á borgarstjóra eða bæjarstjóralaunum en þau gera sér það samt að góðu án þess að hafa slíka fyrirmynd í þeim efnum.
Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,50 kr.
Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr.
Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,50 kr.
Tímakaup nemenda í vinnuskóla Reykjavíkur árið 2024 er:
- 8. bekkur – 766,50 kr. á klst.
- 9. bekkur – 1.022 kr. á klst.
- 10. bekkur – 1.277,50 kr. á klst.
Tímakaup nemenda í vinnuskóla Kópavogs er:
- 8. bekkur – 798 kr. á klst.
9. bekkur – 1.064 kr. á klst.
10. bekkur- 1.330 kr. á klst.
Fædd 2007 2.660 kr. á klst.
Tímakaup nemenda í vinnuskóla í Mosfellsbæ er:
- 8. bekkur – 829 kr. á klst. (með orlofi)
- 9.. bekkur – 1.105 kr. á klst. (með orlofi)
- 10. bekkur – 1.382 kr. á klst. (með orlofi)
Tímakaup nemenda í vinnuskóla í Garðabæ er
- 8. bekkur – Unglingar 13-14 ára (f.2010) kr. 798 pr.klst.
9. bekkur – Unglingar 14-15 ára (f.2009) kr. 1.064 pr.klst.
10. bekkur – Unglingar 16-16 ára (f.2008) kr. 1.330 pr.klst.
Tímakaup nemenda í vinnuskóla í Hafnarfirði er:
- 8. bekkur – Unglingar 13-14 ára (f.2010) kr. 798 pr.klst.
9. bekkur – Unglingar 14-15 ára (f.2009) kr. 1.064 pr.klst.
10. bekkur – Unglingar 16-16 ára (f.2008) kr. 1.330 pr.klst. - Fædd árið 2007 kr. 2.181 pr.klst.
Ekki fengust svör frá Seltjarnarnesi um laun barna og þau eru ekki birt á heimasíðu bæjarfélagsins.
Umræða