Hinn 19. apríl 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Skipað verður í embættið frá 1. september 2024. Umsóknarfrestur rann út þann 6. maí síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:
- Arnaldur Hjartarson héraðsdómari
Eiríkur Elís Þorláksson dósent
Kjartan Bjarni Björgvinsson settur dómari við Landsrétt
Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.
Umræða