Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum
Heitavatnslaust er í Breiðholti í Reykjavík eftir að leki varð í hitaveitulögn við Víkurbakka. Að því er fram kemur á vef veitna er nú verið að greina bilunina og unnið er að því að koma heitu vatni aftur á sem fyrst.
Breiðhyltingum er annars bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Umræða