Jón Gnarr er ósammála þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur að heimila ætti fóstureyðingar fram að lokum meðgöngu. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála.
Þar nefndi Jón að hann myndi beita málskotsrétti forseta ef Alþingi hygðist leggja blátt bann við fóstureyðingum í landinu. Var hann þá spurður út í viðhorf Katrínar sem hún ræddi í viðtali í Spursmálum fyrir skemmstu. Vöktu þau orðaskipti gríðarlega athygli.
Stefán Einar Stefánsson sem stýrir þættinum spurði Jón Gnarr: ,,Nú hafa málefni fóstureyðinga borið á góma við þetta borð. Ég hef rætt við Katrínu Jakobsdóttur sem nýlega lét af embætti forsætisráðherra. Hún er á þeirri skoðun að heimila eigi fóstureyðingar alveg fram að því að börn verða fullburða á fertugasti og annarri viku. Hver er afstaða þín til þess, af því að þú segir að þú myndir tala gegn fullkomnu banni gegn fóstureyðingum? Finnst þér einhver mörk liggja í hina áttina?“
„Mér finnst þessi lög sem við höfum í dag um þungunarrof mjög skynsamleg.“ Svaraði Jón Gnarr en skoða má þáttinn SPURSMÁL hér.