Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.
Eignir Samherja hf. í árslok 2023 námu 109,7 milljörðum króna og eigið fé var 80 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 72,9% en var 74% í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall hefur haldist hátt undanfarin ár sem endurspeglar traustan efnahag félagsins.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2023 sem lagður var fram og samþykktur á aðalfundi félagsins hinn 11. júní síðastliðinn. Nánar má lesa um uppgjörið í frétt á heimasíðu Samherja.
Umræða