Samkeppni milli kjötafurðastöðva á Norðurlandi hefur skipt miklu máli á landinu öllu en það gjörbreytist við að Kaupfélag Skagfirðinga eignast Kjarnafæði Norðlenska, segir Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins í viðtali við ríkisútvarpið. Hann segir að samkeppnin hafi veitt kjötafurðastöðvunum aðhald sem nýttist bændum til að fá betra afurðaverð og skipti líka máli fyrir neytendur.
„Núna hverfur þetta aðhald gjörsamlega með þessum samruna. Það er varla hægt að tala um samkeppni eftir þetta þegar maður horfir á lagaumhverfið í framhaldinu. Svona samruni er grafalvarlegur vegna þess að áhrif hans geta verið óafturkræf. Það getur verið mjög erfitt að vinda ofan af svona aðgerð.“
Hér er hægt að lesa ítarlega frétt ríkisútvarpsins um málið.
Fékk lögum breytt sem gera Kaupfélagi Skagfirðinga kleift að eignast Kjarnafæði Norðlenska
Umræða