Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
„Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt, en þar var fólksbifreið ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins
Um er að ræða þrettánda banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Átta létust í umferðarslysi á síðasta ári en níu árið 2022 og árið 2021. Ekki hafa látist fleiri í umferðinni síðan árið 2018 en þá létust átján manns.
Umræða