Ég veit ekki með ykkur en mér hálf flökrar við þeirri jákvæðni, og allt að því hrósi, sem álitsgjafar fjölmiðla ausa yfir Seðlabankann. Jú vissulega er jákvætt að stýrivextir séu að lækka en fyrr má nú vera bjartsýnin. Staðreyndin er sú að alltof hátt vaxtastig mun engu að síður verða mörgum heimilum og fyrirtækjum ofviða.
Raunstýrivextir, stýrivextir að frádregni verðbólgu, hafa hækkað úr 3,25% í 3,6. Þrátt fyrir “aumingjalega” lækkun í morgun. Sem segir okkur að svigrúmið til frekari lækkana var mun meira.
Verðbólgan á Evrusvæðinu mælist nú 2,4% samkvæmt gögnum Eurostad
Seðlabankinn gat ekki annað lækkað og gerði eins lítið og hann komst upp með.
Þessi “aumingjalega” lækkun tryggir að fjármagnið fær hærri raunávöxtun og tryggir áframhaldandi skort stöðu á húsnæðismarkaði sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi síðustu ár og áratugi.
Eina skjólið sem í boði er, verðtryggðu lánin, hafa bankarnir auðvitað stórhækkað vexti á, og bankarnir græða sem aldrei fyrr. Fjármálakerfið fær sitt því Seðlabankastjóri sér um sína.
Í Svíþjóð fóru húsnæðisvextir hæst í 4,4% óverðtryggt á meðan þeir eru um 12% hér
Í Svíþjóð fór verðbólga í 12,3%, mun hærra en á Íslandi. Í Svíþjóð fóru húsnæðisvextir hæst í 4,4% óverðtryggt á meðan þeir eru um 12% hér.
Í Svíþjóð fóru stýrivextir hæst í 4% en hafa lækkað í þrígang síðustu vikur og eru komnir í 3,25%.
Á Norðurlöndunum hafa raunstýrivextir verið meira og minna neikvæðir síðastliðinn áratug. Verðbólgan á Evrusvæðinu mælist nú 2,4% samkvæmt gögnum Eurostad.
Við búum í þjófríki þar sem efnahag landsins er stýrt í þágu fjármagns og sérhagsmuna.
Við erum langt frá því að vera á réttri leið, síður en svo. Og lítið er ekki gott við aðstæður þar sem lítið gerir ekkert fyrir fólkið í landinu.