Hugleiðingar veðurfræðings
Mikill lægðagangur hefur verið að undanförnu og svo er að sjá að það verði áfram, þótt heldur minni hlýindi fylgi lægðunum sem koma um og eftir helgi. Í dag gengur enn ein lægðin yfir landið. Fyrir hádegi verður suðaustan hvassviðri eða jafnvel stormur með talsverðu vatnsveðri á vestanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi vestantil fram eftier morgni.
Mun hægari fyrir austan og úrkomulítið. Undir hádegi snýst svo vindur til suðvestanáttar, víða 10-18 með skúrum og ekki er ólíklegt að slyddu geri orðið vart í kröftugustu skúra hryðjunum. Sjálf lægðin fer svo austur yfir landið í nótt og í fyrramálið og við tekur mun hægari norðvestanátt með éljum fyrir norðan og kólnar víðast hvar. Spá gerð: 25.10.2024 06:38. Gildir til: 26.10.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og talsverð rigning með morgninum, hvassast við fjöll vestanlands. Hægari og úrkomuminna norðaustantil og hlýnar í bili. Snýst í suðvestan 10-18 með skúrum og jafnvel slydduéljum undir hádegi, fyrst vestantil og fer að kólna. Lægir og léttir til fyrir austan í kvöld.
Vestlægari og síðar norðvestlægari á morgun, skúrir eða él, einkum fyrir norðan, en dregur úr ofankomu annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 25.10.2024 04:02. Gildir til: 26.10.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-10 m/s, en hvassari austanlands framan af degi. Víða léttskýjað, en dálítil él á norðaustanverðu landinu. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.
Á mánudag:
Suðlæg, síðar suðvestlæg átt 10-18 m/s, víða rigning eða slydda og hiti 2 til 7 stig, en snjókoma og vægt frost norðan- og austanlands. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar heldur.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 og dálitlar skúrir eða slydduél en lengst af bjart með köflum eystra. Bætir í skúrir suðvestanlands um kvöldið. Hiti nálægt frostmarki en að 5 stigum sunnan- og suðvestantil.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt og skúrir eða slydduél, en yfirleitt léttskýjað austanlands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðanátt með ofankomu fyrir norðan en léttir til syðra. Kólnandi veður, frost um mest allt land seinnipartinn.
Spá gerð: 25.10.2024 09:16. Gildir til: 01.11.2024 12:00.