Það helsta frá LRH. Ásamt neðangreindu var tilkynnt um ágreining, grunsamlegar mannaferðir, hávaða og óvelkomna aðila.
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um árásarboð úr matvöruverslun í Reykjavík. Að sögn starfsmanna ætlaði aðilinn að stela matvöru úr versluninni en var stöðvaður af starfsmanni. Aðilinn kýldi þá starfsmanninn og fór út úr versluninni með matvöruna. Leitað af aðilanum nærri vettvangi án árangurs.
Tilkynnt um vinnuslys í miðborginni þar sem iðnaðarmaður hafði lent illa á fæti. Hann fluttur til frekari aðhlynningar á slysadeild.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um hnupl í matvöruverslun. Gerandi ennþá á staðnum þegar lögregla kom. Hann laus að lokinni vettvangsskýrslu.
Veitt skjól yfir nóttina þar sem mjög kalt er úti
Á tveimur stöðum var tilkynnt um óvelkomna menn þar sem þeir áttu ekki að vera og neitaði annar þeirra að fara. Báðir heimilislausir og hafa komið við sögu lögreglu áður. Gistiskýli Reykjavíkurborgar neituðu að taka við þeim þar sem annar var ekki gjaldgengur þar og hinn í banni. Báðir óskuðu eftir að komast í klefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Þeim veitt skjól yfir nóttina þar sem mjög kalt er úti.