Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi fyrir Samfylkinguna hefur verið kærður til Héraðssaksóknara vegna meintra brota á kosningalögum.
Héraðssaksóknari hefur móttekið kæru frá Lúðvík Lúðvíkssyni vegna ummæla Dags B. Eggertssonar sem kærandi telur að geti verið saknæm og vísar þar til kosningalaga.
Fréttatíminn er með afrit af kærunni og er hún birt hér að neðan. Kæran er vegna meintra saknæmra ummæla Dags B. á vefnum.
Umræðan snérist um Alþingsikosningarnar á laugardag og orðin lét Dagur B. falla á facebooksíðu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar.
Á síðunni er Magnús Rúnar Kjartansson einn þeirra sem spyr Dag B. Eggertsson:
„Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur B. Eggertsson svaraði Magnúsi Rúnari :
,,Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ var hið umdeilda svar Dags B. Eggertssonar.
Í kærunni er vísað til þess að með því að strika út frambjóðanda í öðrum flokki en kosið er, sé í raun verið að gera kjörseðilinn ógildann og þar með fellur atkvæðið niður til þess flokks sem viðkomandi ætlaði að kjósa.
Eða eins og segir í kærunni ,, að orðin séu til þess að aflegaleiða kjósendur til þess að eyðileggja kjörseðil sinn.“ Vísir.is vakti athygli á málinu í vikunni.
Kæra til landsstjórnar, móttekin af Héraðssaksóknara
Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út – Vísir