Fréttaritari er fyrir löngu sem flestir aðrir í Svíþjóð búinn að fá sig fullsaddan af taumlausu ofbeldi glæpahópa sem hafa hreiðrað um sig í landinu.
Yfirvöld klassa ekki glæpahópana sem hryðjuverkahópa og þess vegna skrifar lögreglan að sprengjuódæði, hversu mikið sem eyðileggst, séu skemmdarverk á eigum ef enginn er drepinn og/eða særður. Þá breytist greining lögreglunnar og verður morð eða tilraun til morðs. Ef að glæpahóparnir yrðu klassaðir sem hryðjuverkahópar, þá væri hægt að tala um hryðjuverk í staðinn sem fréttaritari Þjóðólfs finnst eðlilegra að gera. Aumingjaháttur sænskra yfirvalda hefur kostað Svía milljarða tjón bæði í lífum og eigum. Þetta kemur fram hjá fréttamiðlinum Þjóðólfur.is
Í nótt vöknuðu íbúar hverfisins Johanneshov sem er við Globen í suðurhluta Stokkhólmsborgar við gríðarlega sprengingu sem eyðilagði rúður í húsum og anddyri fjölbýlishússins þar sem sprengjan sprakk. Myndin af framhlið hússins sýnir að rúður í fjöldamörgum íbúðum sprengdust burtu.
Þetta er orðið eins og samfelld endurtekin sýning á sama leikþætti í sprengjuleikhúsi andskotans: Sprenging átti sér stað á …. klukkan….. Anddyri hússins eyðilagðist og rúður brotnuðu einnig í nærliggjandi húsum. Nærliggjandi bílar skemmdust. Íbúarnir eru skelfingu lostnir…. Viðkomandi segir: „Þetta líkist stríðsvettvangi.“ Íbúarnir verða að flytja burtu eitthvað annað meðan byggingafulltrúar rannsaka hvort óhætt sé að búa í byggingunni – að hún haldi – eftir sprengjuárásina. Lögreglan hefur engan grunaðan og enginn er í haldi.
Samkvæmt frétt Aftonbladet voru tvær sprengjuárásir í Stokkhólmi í nótt og sú þriðja í Västerås. Þeir særðu í Johanneshov í Stokkhólmi voru skornir á hörundi eftir skæðadrífu glers þegar rúðurnar sprungu í sprengingunni. Einn íbúinn lýsti eyðileggingunni í P4 útvarpi Stokkhólms: „Þetta er eins og stríðsvöllur. Það eru glerbrot út um allt.“
Rétt áður var tilkynnt um sprengingu í Huddinge í suður Stokkhólmi…..enginn særður en skemmdir á húsi. Þar áður var tilkynnt um sprengjuhryðjuverk í einbýlishúsahverfi í Västerås.