Arion banki segir að hægt verði að tryggja neytendum 5 milljarða árlegan sparnað með samruna við Íslandsbanka. Kanntu annan?!

Hér er siglt undir fölsku flaggi eins og venjulega þegar bankarnir eiga í hlut.
Hvatinn er ekki umhyggja fyrir neytendum heldur stjórnlaus græðgi. Þegar bankaskatturinn var lækkaður um meira en helming 2020 var það gert með fyrirheitum um að ávinningurinn, um 9 milljarðar króna á ári, ætti að koma neytendum til góða í lægri þjónustugjöldum og minni vaxtamun.
Þau fyrirheit voru aldrei efnd; bankarnir hirtu allan ávinninginn sjálfir.
Það myndu þeir líka gera nú – og okrið orðið enn auðveldara þegar bara tveir viðskiptabankar stæðu einir eftir.
Sporin hræða.
Bankarnir hirða 69 milljarða í arð í stað þess að lækka vexti
Umræða