Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur tveggja bíla í grennd við Flúðir. Ökumenn voru einir í bílunum þegar áreksturinn varð. Hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.
Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu Ríkisítvarpsins að ekki sé hægt að segja til um ástand hinna slösuðu.
Hann segir þónokkurn fjölda viðbragðsaðila hafa verið sendan á vettvang vegna slyssins, lögreglu, sjúkralið, brunavarnir Árnessýslu, vettvangshjálp frá Flúðum og svo áðurnefnd þyrla LHG.
Rannsókn stendur yfir á vettvangi og Hrunavegur er lokaður.
Umræða