Ef einhver hefur hrokkið við vegna 651,4 milljarða uppgjörs á íbúðabréfum íbúðalánasjóðs þá hvet ég ykkur til að lesa skýrslu um málið sem nálgast má í hlekk í athugasemd.

Allt við þetta mál er auðvitað með miklum ólíkindum og gefur skýrslan glögga mynd hvernig hvert klúðrið/afglöp fylgdi öðru í þessu máli og hlýtur það að rata á topp 10 lista yfir þann skaða sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa valdið íslensku þjóðinni, og er þá einkavinavæðing bankanna og efnahagshrunið ekki tekið með.
Það er visst fagnaðarefni að lausn sé í sjónmáli um uppgjörið og tel ég að niðurstaðan sé viðunandi, en að sama skapi sláandi hvernig þetta gat farið svona.
Breytingar á Íbúðalánasjóði árið 2004 og afleiðingar þeirra
Þessir fengu 4200 íbúðir og einbýli Íbúðarlánasjóðs – Verð frá einni milljón
Umræða