Samkomulag um loðnukvóta
Engar breytingar eru á heimildum Grænlands og Noregs til veiða í íslenskir lögsögu utan að nú geta þrjú vinnsluskip í stað tveggja veitt heimild Grænlands. Heimildin sjálf er óbreytt að magni til. Samningurinn er ótímabundinn, en hægt að segja honum upp með eins vertíðar fyrirvara.
Góð samstaða hefur verið milli strandríkjanna um að fara að ráðgjöf og stunda ábyrgar veiðar. Núgildandi aflaregla hefur hlotið staðfestingu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um að hún standist sjálfbærnimarkmið og varúðarsjónarmið. Nær engin loðna er lengur veidd í lögsögum annarra ríkja en Íslands og sumarveiðar hafa ekki verið stundaðar um árabil.
Umræða