„Hefðbundin íslensk matargerð með hágæða hráefni sem dekrar við bragðlaukana.“
Veitingahúsið Eyri er lítill falinn gimsteinn á Norðurlandi sem notar staðbundið hráefni og fyrir utan hefðbundna íslenska matargerð er boðið upp á veganrétti. Vínseðillinn býður upp á mikið úrval af vínum frá svæðum í kringum miðjarðarhafið.
LA CARTE MATSEÐILL
,,Við leggjum áherslu á að finna ferskasta hráefni úr nærumhverfi okkar hverju sinni. Vegna þessa tekur matseðill okkar breytingum eftir árstíðum. Við erum stolt af samstarfi okkar við lítil og meðalstór fyrirtæki á svæðinu sem vinnur ötulum höndum að verða okkur úti um gæðahráefni.“
VÍN & BAR
Hvort sem þú ert bjóráhugamaður eða vínkunnáttumaður, þá ættir þú að finna eitthvað við þitt hæfi hjá okkur. Við bjóðum upp á staðbundna handverksbjóra sem og úrval af hágæða vínum frá svæðum við miðjarðarhafið, hvert og eitt sérvalið til að fullkomna hverja máltíð.
Fréttatíminn heimsótti þetta vandaða veitingahús á dögunum og þrátt fyrir að vera vel falið leyndarmál og svolítið út fyrir alfararleið, þá var upplifunin eins og að heimsækja veitingahús á heimsmælikvarða. Í kyrrlátu umhverfi á Hjalteyri, býður veitingahúsið upp á allt það sem bestu veitingahús í heimi bjóða upp á. Mikill metnaður er hjá eiganda og starfsfólki að bjóða upp á fyrsta flokks mat og vín.
Hreindýrakjötið og fiskurinn voru alveg meiriháttar en eigandi staðarins flytur kjötið sjálfur inn frá norðanverðri skandinavíu þar sem mekka hreindýrsins er og við fengum góða lýsingu á því hvaðan kjötið væri komið og fullt af fróðleik. Vandað er til verka með að vera aðeins með besta mögulega hráefni bæði hvað varðar kjöt og fisk.
Að sjálfsögðu er veitingastaðurinn með fjölbreytt úrval á matseðlinum sem hægt er að skoða hér: Matseðill
Fréttatíminn gefur veitingahúsinu fimm stjörnur af jafn mörgum mögulegum og mælir með því að þeir sem hafa áhuga á að heimsækja þennan frábæra veitingastað, panti borð með fyrirvara því það er ekki alveg víst að það séu laus borð með litlum fyrirvara.

- Hjalteyrarvegur, 604 Hjalteyri, Íslandi
Póstur: knaveitingar@gmail.com
Sími: 888 9604
OPNUNARTÍMI
- Þriðjudaga – sunnudaga: 14:00 – 22:00
- Lokað á mánudögum.
Hjalteyri
Hjalteyri er lítið þorp rétt norðan við Akureyri. Allt fram til byrjun 20. aldar var ein helsta miðstöð síldveiða á Hjalteyri. Þegar síldin hvarf á sjöunda áratugnum var síldarverksmiðjunni lokað og það sem áður var líflegt samfélag breyttist í pínulítið rólegt þorp.
Í dag er gamla síldarverksmiðjan vettvangur fyrir listasýningar, verkstæði, smærri iðnað og köfunarmiðstöð. Hjalteyri státar af áhugaverðustu svæðum til köfunar í heimi þar sem hinir frægu strýtur eru rétt undan ströndinni.
Á sumrin er einnig boðið upp á hvalaskoðun frá Hjalteyri.
Hjalteyri er lítið myndrænt þorp um 20 mín akstur norðan við Akureyri, við vestanverðan fjörðinn og tilheyrir Hörgársveit.
Sjálf Hjalteyrin er undir svonefndum Bakkaásum sem myndaðir eru úr efni sem ísaldarjökullinn ruddi á undan sér fram og út Eyjafjörðinn. Hjalteyrin er mynduð úr tveim malarkömbum sem mynda tjörn á sjálfri eyrinni. Austast á eyrinni er Hjalteyraroddi og þar stendur Hjalteyrarviti í dag – um 10 metra hár viti á járngrind sem byggður var 1920.
Byggð á Hjalteyri hófst um 1890 – 1900 vegna áhrifa frá síldveiðum, en þær höfðu gríðarleg áhrif á þetta litla þorp sem og víðar. Hjalteyri varð stærsta byggðarlag við Eyjafjörð utan Akureyrar um aldamótin 1900 og sem merki um mikilvægi Hjalteyrar má benda á að ein að fyrstu símstöðvum landsins kom þangað strax árið 1906.
Þegar síldin hvarf um 1967 var síldarverksmiðjunni lokað og byggðin náði aldrei aftur fyrri hæðum eftir það. Í dag er Hjalteyrin meira og meira sem dvalar – og frístundastaður með gömlu húsin og höfnina sem aðdráttarafl. Heimildir: Minjastofnun
Vinsælt er að rölta um fjöruna, eða um þorpið og upplifa stemninguna. Skemmtilegur göngustígur liggur í kringum Hjalteyrartjörnina.
Fjölbreytt starfsemi er í gömlu síldarverksmiðjunni. Þar er menningarmiðstöðin Verksmiðjan og oft fjölbreyttar listsýningar í boði. Nokkur fyrirtæki eru þar með starfsemi m.a. Strýtan köfunarfyrirtæki, handverksfólk og iðnaður. Á sumrin er boðið upp á hvalaskoðun frá Hjalteyri og aðra afþreyingu.