,,Hin svokallaða skemmtilega, frábæra og græna góðærisborg Reykjavík blómstrar sem aldrei fyrr og bætir við sig stöðutáknum ríkidæmis síns með viðbótum líkt og Mathöllinni, lýst sem „fyrsta stoppinu fyrir sælkera“ (sem fór 200 milljónum króna fram úr áætluðum kostnaði).
Fleiri stöðutákn eru 400 milljóna króna þakíbúðir og fjögurra stjörnu hótel með fyrsta flokks aðbúnaði. Á meðan hefur heimilislausum og þeim sem eru utangarðs, fjölgað um 95% á síðustu fimm árum. Um 960 fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í borginni og hundruð barna eru alin upp við fátækt. Meirihlutasáttmálinn greinir frá því að félagslegum íbúðum verði fjölgað um 500 á kjörtímabilinu og því ekki stefnt að því að mæta þörfum allra.
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna kveða skýrt á um ábyrgð þeirra þar sem fram kemur að markmiðin séu að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna, veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál.
Félagsleg vandamál skapast og viðhaldast þegar þarfir og langanir auðstéttarinnar eru settar ofar þörfum þeirra sem búa við langvarandi skort.
Við þurfum ekki fleiri lúxusíbúðir, né húsaleigufyrirtæki sem keyra starfsemi sína áfram á okurverði. Við þurfum ekki lóðauppbyggingu kapítalískra eiginhagsmunaseggja. Það sem við þurfum og eigum að leggja áherslu á, er að mæta þörfum þeirra sem þurfa úrræði núna. Mælilkvarðinn á hversu vel okkur gengur sem samfélagi má sjá í því hvernig við komum fram við þá sem eru verst settir hverju sinni. Út frá því munum við seint mælast með árangur sem hægt er að státa sig af.
Forgangsröðunin hefur alvarlega brugðist þegar vandi heimilislausra og þeirra sem eru utangarðs, er ekki tafarlaust leystur. Að sama skapi má segja að lestin hafi algjörlega farið út af sporinu þegar biðtími eftir félagslegri íbúð er um 3 ár. Vandasamt þykir að leysa þann húnsæðisvanda og stytta biðlista en lítið mál þykir að fara fram úr fjárhagsáætlun varðandi byggingu ýmissa rýma sem eru ekki lífsnauðsynleg, eða mikilvæg til að tryggja velferð borgarbúa.
Á meðan hægt er að festa kaup á fasteignum til að endurvekja hverfiskjarna og hægt er að greiða borgarfulltrúum þrefalt meira en lægstlaunuðu starfsfólki borgarinnar, þá er hægt að koma húsaskjóli yfir alla. Allt sem þarf er vilji. Röksemdarfærsla um hvernig beri að fjármagna utanumhald mannréttinda og tryggja öllum öruggt húsaskjól er ekki eitthvað sem á að þurfa að eiga sér stað.
Tafarlaust þarf að fjölga fjölbreyttu neyðarhúsnæði, hvort sem slíkt er gert með því að borgin leigi eða festi kaup á rýmum sem henta eða stækki núverandi úrræði. Bráðaaðgerða er þörf til að koma öllum einstaklingum og fjölskyldum í skjól meðan unnið er að varanlegri lausn.,, Segir Sanna M. Mörtudóttir
Félagsleg vandamál skapast og viðhaldast þegar þarfir og langanir auðstéttarinnar eru settar ofar þörfum þeirra sem búa við langvarandi skort.
Við þurfum ekki fleiri lúxusíbúðir, né húsaleigufyrirtæki sem keyra starfsemi sína áfram á okurverði. Við þurfum ekki lóðauppbyggingu kapítalískra eiginhagsmunaseggja. Það sem við þurfum og eigum að leggja áherslu á, er að mæta þörfum þeirra sem þurfa úrræði núna. Mælilkvarðinn á hversu vel okkur gengur sem samfélagi má sjá í því hvernig við komum fram við þá sem eru verst settir hverju sinni. Út frá því munum við seint mælast með árangur sem hægt er að státa sig af.
Forgangsröðunin hefur alvarlega brugðist þegar vandi heimilislausra og þeirra sem eru utangarðs, er ekki tafarlaust leystur. Að sama skapi má segja að lestin hafi algjörlega farið út af sporinu þegar biðtími eftir félagslegri íbúð er um 3 ár. Vandasamt þykir að leysa þann húnsæðisvanda og stytta biðlista en lítið mál þykir að fara fram úr fjárhagsáætlun varðandi byggingu ýmissa rýma sem eru ekki lífsnauðsynleg, eða mikilvæg til að tryggja velferð borgarbúa.
Á meðan hægt er að festa kaup á fasteignum til að endurvekja hverfiskjarna og hægt er að greiða borgarfulltrúum þrefalt meira en lægstlaunuðu starfsfólki borgarinnar, þá er hægt að koma húsaskjóli yfir alla. Allt sem þarf er vilji. Röksemdarfærsla um hvernig beri að fjármagna utanumhald mannréttinda og tryggja öllum öruggt húsaskjól er ekki eitthvað sem á að þurfa að eiga sér stað.
Tafarlaust þarf að fjölga fjölbreyttu neyðarhúsnæði, hvort sem slíkt er gert með því að borgin leigi eða festi kaup á rýmum sem henta eða stækki núverandi úrræði. Bráðaaðgerða er þörf til að koma öllum einstaklingum og fjölskyldum í skjól meðan unnið er að varanlegri lausn.,, Segir Sanna M. Mörtudóttir
Umræða