• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 22. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

,,Staðan mun versna“

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Staðan í íslensku efnahagslífi er grafalvarleg

Linnulaus mótspyrna og andstaða þeirra sem gæta sérhagsmuna sem sýndu það svo sannarlega í verki.

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
21. ágúst 2025
in Aðsent & greinar, Fréttir, Innlent
A A
0

Samtök atvinnulífsins og formaður Sjálfstæðisflokksins fara mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Þráláta verðbólgu og háa vexti sem illa gengur að vinna á.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ef við rýnum í þessa stöðu, orsakir og afleiðingar, er ljóst að þau ættu að líta sér nær. Helstu drifkraftar vísitölunnar síðustu mánuði hafa verið húsnæði, flugfargjöld, hótel og veitingastaðir, dagvöruverð ofl.

Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnulífið sýni nokkra viðleitni eða ábyrgð í að ná niður verðbólgu og þannig vöxtum, þrátt fyrir fögur fyrirheit og skuldbindingu þar um við gerð síðustu kjarasamninga á almennum markaði. Þvert á móti benda árshlutauppgjör dagvörurisanna og stærri fyrirtækja hið gagnstæða.

Þau ætla sér ekki að taka nokkurn þátt eða ábyrgð.

Steininn tekur svo úr þegar kemur að húsnæðismarkaðnum þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins telur helsta vandann vera að þrengt hafi verið of mikið að einkaframtakinu, sem er til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf.

Samtök atvinnulífsins gagnrýna að ekki hafa verið kynntar sérstakar aðgerðir sem styðja við uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum, á sama tíma þegar Viðskiptaráð (málpípa SA) hefur sent kæru til ESA vegna stuðnings stjórnvalda við uppbyggingu óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Viðskiptaráð (SA) leggja einnig til að hlutdeildarlán verði afnumin.

Mun taka tíma að vinda ofan af óstjórn efnahagsmála síðustu ára, og vanrækslu fyrri ríkisstjórnar

Staðan í íslensku efnahagslífi er grafalvarleg og hana þarf að taka alvarlega. Það mun taka tíma að vinda ofan af óstjórn efnahagsmála síðustu ára, og vanrækslu fyrri ríkisstjórnar gagnvart hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði.

Bjartari tímar

Það eru bjartari tímar. Til valda er komin ríkisstjórn sem ætlar að breyta af leið. Við höfum sýnt það í verki. Það mun taka tíma að lagfæra það sem miður hefur farið í okkar ríka og öfluga landi. Og það verður áskorun gera það undir linnulausri mótspyrnu og andstöðu þeirra sem gæta sérhagsmuna í einu og öllu, þau sýna það svo sannarlega í verki.

Þann 9.september næstkomandi verður þingsetning og mun nýr stjórnarmeirihluti fá heilan þingvetur til vinnu og góðra verka. Með samheldni og festu að leiðarljósi munum við halda áfram að setja fólkið í landinu í fyrsta sæti, svo allt hitt.

Umræða
Share1Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Vistaður í fangaklefa eftir umferðaróhapp

    Kona á fertugsaldri í gæsluvarðhaldi

    14 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Ungur drengur lést úr malaríu á Landspítalanum

    164 deilingar
    Share 66 Tweet 41
  • Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota

    491 deilingar
    Share 196 Tweet 123
  • Hótel Vogur á Fellsströnd – vel búið sveitahótel á friðsælum stað

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Ríkið heldur uppi háu verði á fasteignum og leiguhúsnæði

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?