Eru stjórnvöld að vinna að stigmögnun?

Að vinna ekki í réttri röð með áherslur og málefnalega með stjórnarsáttmála sem þau gerðu.
Strandveiðar eru í stjórnarsáttmála og ættu því að vera fyrstar á dagskrá hjá núverandi ríkisstjórn.
Við fjölskyldur getum ekki treyst því að bíða fram á vorþing með réttlæti og fullyrðingar ykkar, sem hafa ekki sýnt okkur trúverðugleika í ykkar garð hingað til, enda loforð ykkar síðustu vertíð þverbrotið með tilheyrandi kostnaði og skaða fjölskyldna sem treystu á ykkar fyrirheit og loforð.
Núna viljum við að þið klárið að lögfesta 48 daga á árið 774 kg á dag og við mættum nota þá allt árið. Já einfalt regluverk og enginn frekari fyrirvari um þær veiðar einfalt er best og flækjustig er þá ekkert heldur
Já nú þið bíðið, á meðan stigmagnast hópurinn okkar og við verðum tilbúnir í sterkari mótmæli og aðgerðir kröfur okkar munu stigmagnast og krafa um afnám á núverandi kvótakerfi tilraunakerfi mun verða háværari.
Kvótakerfið er hannað af stórútgerðinni og brást og er ónýtt

Enda fiskveiðikerfi sem hefur dregið saman aflaheimildir okkar um nær helming frá því að því var komið á í tilraunaskyni að byggja upp fiskistofna þjóðarinnar. – Sem auðsjáanlega brást.
Aðgerðir geta falist í að umhverissamtök myndu taka kolefnisspor samhliða eyðingu lífríkis af völdum stórvirkra togskipa á viðkvæmum uppeldisstövum fiskveiðiauðlinda okkar, sem yrði aðalvettvangur á alþjóðavettvangi í mótmælum við stjórnvöld, sem þyrftu þá að svara markaði hversvegna ekki væri reynt að tryggja á alþjóðavettvangi mataröryggi heimsins hérlendis eins og þegar er byrjað að gera hjá nágrannalöndum okkar.
Með auknum Strandveiðum á smábátum sem hafa lítið kolefnisspor og eru með kyrrstæð veiðarfæri og valda hvorki lífríki né fiskistofnum í útrýmingarhættu. Eins og stærri dregin veiðarfæri hafa gert síðustu áratugina og stöðugt fært heiminn nær voða í mataröryggi eins og þessi hálfa öld hefur bersýnilega sýnt og sannað.
Stjórnvöld dregin til ábyrgðar um að leyfa eyðileggingu á lífríki og stuðla að hærra kolefnisspori – Eyðilegging á hafsbotni með óvistvænum veiðarfærum
Þessi samtök myndu vinna að því að smita jafnvel erlenda kaupendur af ótta við kaup af óumhverfisvænum afurðum sem hafa hátt kolefnisspor og samhliða óbætanlegar skemdir á lífríki sjávar og fiskistofnum þjóðarinnar með dregnum veiðarfærum.
Enda samhliða þessu hefur heimurinn tekið nýja stefnu í umhverfismálum og þá er sjávarútvegur ekki undanskilin til neyslu og venjum í vali afurða.
Jafnframt verða stjórnvöld dregin til ábyrgðar um að leyfa slíka eyðileggingu á lífríki og stuðla að hærra kolefnisspori að óþörfu. Enda var þorskastríðið ekki háð nema til að vinna fiskistofna okkar aftur og færa út landhelgi okkar. Nú er svo komið að djúpslóð með togveiðarfærum er að dala og þá verður krafa útgerða að komast nær landi þar sem lífríki er ósnortið og viðvera fiskistofna okkar ákjósanleg.
Ásamt því að þar er undaneldið að fela sig fyrir því að verða étið af öðrum og sömu tegundum. Þar á sér stað hrygning á vorin og fesmeftir sumri og klakið berst svo með stramum. Leitar svo strax þegar það klekst út í þaraskógin upp við landgrunnið og á kóralsvæði.
Þau svæði sem snurvoð er nú leyfileg allt að fjórum mílum undan landi með risa veiðarfærum og stærri skipum.
Þess bera að geta að upphaflega var vafamál að leyfa slíkar veiðar með gamla búnaðinum sem legið var fast og snurvoð dregin til sín um borð Þessu er ekki saman að likja viðveiðar sem vafamál var að leyfa upphaflega. Og snurvoð var þá leyfð í þeim tilgangi að veiða sandkola. Sandkola sem varla sést orðið lengur.
En í dag eru þessar veiðar einungis stundaðar að mestu til að veiða þorsk í miklum mæli.
Þar sem þetta svæði gegnir lykilhlutverki fyrir fiskistofna þjóðarinnar ætti einungis að vera leyfðar veiðar smábáta með kyrrstæð veiðarfæri og strandveiðar með tölvustýrðum rúllum.
Strandveiðar með áherslur á nýliðun og framþróun og nýsköpun á smábátum með kyrrstæð veiðarfæri.
Nóg rými er fyrir stærri skip og dregin veiðarfæri utar í landhelgi okkar. En vissulega má draga ályktanir um að þau svæði séu að verða súr og ónýt eftir áratuga ágang af togveiðarfærum stærri skipa Er þá æskilegt að koma þeim fyrir á mikilvægum stöðum við fjöruborðið ef þetta er niðurstaðan.
Mataröryggi stefnt í háska fyrir skammtíma hugsun og gróða fárra fjölskyldna
Og þess vegna sé næst að fara í fjörurnar og endanlega gera útaf við mataröryggi heimsins með græðgi og skammtíma hugsun útgerða og í samráði ráðamanna.
Er þetta framtíðar útfærsla fyrir þjóðina alla og komandi kynslóðir sem við viljum fyrir komandi kynslóðir. Mataröryggi stefnt í háska fyrir skammtíma hugsun og gróða fárra fjölskyldna.
Við þurfum að tryggja uppeldissvæði og við eigum að huga að komandi kynslóðum og hugsa í víðara samhengi um framtíð með okkar afurðir og hvernig við viljum lýta út í samanburði við aðrar þjóðir þegar það kemur að umhverfismálum og markaði sem við viljum vera kend við i framtíð
Þar liggur nýsköpun fyrir nýliðun á smábátum og það er mannauður sem við eigum að virkja til markaðssetningar.

