Einfaldur verðsamanburður á sama makrílnum

Í þinginu í gær fjallaði ég um þann margfalda mun sem er á verði á makríl sem annars vegar er landað í eigin vinnslu útgerðar á Íslandi og hins vegar makríls sem landað er í Færeyjum. Munurinn hefur gríðarleg áhrif á laun sjómanna, tekjur ríkis og sveitarfélög.
Einstaka blaðamaður hefur í kjölfarið óskað eftir nánari upplýsingum um verðið á makríl í Færeyjum og ég hef svarað því til að ég hafi fengið upplýsingar um verðið í gegnum fyrirspurnir til Færeyja og lestur vefmiðla. Það hefur gengið greiðlega að nálgast verðið m.a. má sjá hér að neðan umfjöllun um ört hækkandi verð í færeyska ríkissjónvarpinu.
Það er ekki síður áhugavert að bera þann mikla verðmun sem íslenskar útgerðir greiða sjómönnum fyrir makrílinn hér en það virðist slaga upp í að vera hátt í tvöfaldur verðmunur. Það virðist vera launaþjófnaður í gangi.
Umræða