Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag.
Vísir.is fjallaði um málið og þar segir að samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafi fulltrúi Íslands verið áfram í salnum, enda hafi það verið stefna íslenskra stjórnvalda að manna ávallt sæti Íslands meðan á umræðum í ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna standi.
„Hvorki utanríkisráðherra né fastafulltrúi Íslands voru hins vegar í salnum meðan forsætisráðherra Ísraels flutti ræðu sína,“ segir í svarinu.
Umræða