Hafrannsóknastofnun er farin að stunda bullandi pólitík. Nú halda þau málstofu um „hagkvæmni og tekjudreifingu“ kvótakerfisins – eins og hlutverk þeirra sé að verja kerfið fyrir gagnrýni í stað þess að veita vísindalegar upplýsingar um stöðu hafsins og vistkerfanna.

Á sama tíma er kvótakerfið, eins og það er í dag, með engu tilliti til umhverfisaðstæðna á botni, búið að rústa helstu botnsjávarlífverum okkar.
- Humar hefur farið úr miklum afla niður í brot af því sem áður var.
Rækjan er á undanhaldi á mörgum svæðum.
Skelin (hörpudiskurinn) hefur hreinlega horfið af lykilsvæðum.
Lúðan er komin niður í sögulega lágan afrakstur.
Þessar tegundir gefa skýr skilaboð: botninn er ekki í góðu ásigkomulagi. Þetta eru ekki bara hagtölur – þetta eru viðvörunarbjöllur vistkerfisins.
Það hallar líka kerfisbundið á smærri útgerðir sem missa bæði aðgang og möguleika, á meðan stærri fyrirtæki fá hagræðingu og yfirráð. Þetta er ekki hlutleysi – þetta er pólitísk afstaða.
Ef Hafrannsóknastofnun ætlar að stunda pólitík, þá á hún að stofna flokk og mæta í kosningar. Hún á ekki að láta sem hún sé vísindaleg stofnun á meðan hún hvítþvær kvótakerfið og þegir yfir vistkerfishruninu.
Athugasemd við greinina: Lesandi gerði eftirfarandi athugasemd:
,,Afhverju halda menn að Kristján Þór Júlíusson hafi skipt út forstjóra? Ráðið innbúðarmann úr eigin ráðuneyti? Afhverju er veiðiráðgjöf þorsks nánast í lás? Afhverju er loðna ofveidd árum saman? Varðandi humarinn; þá ætti það að vera lögreglumál; hvet menn til að skoða rannsóknarniðurstöður á humarslóðum. Gott ef menn eru að ranka við sér varðandi starf Hafró.“

