Hér eru nokkur mál úr dagbók lögreglu á tímabilinu 30. september kl. 17:00 til 1. október kl. 05:00. Alls eru 49 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Ökumaður kærður fyrir að aka bifreið próflaus og fyrir skjalafals, en hann framvísaði fölsuðu ökuskírteini.
Aðili handtekinn grunaður um þjófnað í hverfi 105, en sá hafði stolið peningakassa með reiðufé. Sá var vistaður í fangageymslu.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 104, en sá var einnig próflaus. Látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvunarakstur í hverfi 108. Látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tveir ökumenn sektaðir fyrir að aka á gangstétt í hverfi 108.
Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 101. Ekki varð slys á fólki.
Óskað aðstoðar vegna hnupls úr matvöruverslun í hverfi 104. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Óskað aðstoðar vegna óláta og slagsmála framan við bar í hverfi 101.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um særðan fugl á akbraut í hverfi 210.
Óskað aðstoðar vegna eldsvoða í bifreið í hverfi 220, en bifreiðin var mannlaus þegar bruninn varð.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um minniháttar eignaspjöll, rúðubrot, í hverfi 109.
Óskað aðstoðar vegna hópslagsmála í hverfi 111.
Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 200, en þar rann mannlaus bifreið á hús.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um tónlistarhávaða í hverfi 112.
Ökumaður blés undir mörkum við umferðareftirlit í hverfi 110. Honum gert að hætta akstri.