67 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17-07 og þegar þetta er ritað eru fjórir vistaðir í fangaklefum, hér eru nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu.
Lögreglustöð 1
Hópur manna réðst á einn með höggum og spörkum í hverfi 101 að því loknu hlupu þeir á brott. Árásaþoli aumur eftir en ekki slasaður.
Árekstur og bílvelta í hverfi 109, minniháttar meiðsli.
Maður handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa vegna húsbrots og eignaspjalla.
Ráðist á mann með hníf og honum veittir stungu áverki í hverfi 104 maðurinn ekki alvarlega slasaður eftir árásina en hann fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Gerandi flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar, hann vistaður í fangaklefa.
Lögreglustöð 2
Ölvaður ökumaður stöðvaður í hverfi 221
Lögreglustöð 3
Ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis valdur af umferðaróhappi í hverfi 200, einnig réðst ökumaðurinn á vegfarand sem reyndi að varna því að ökumaðurinn færi af vettvangi. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna hótana, skýrsla verður tekinn af honum þegar af honum rennur áfengisvíman