Dagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll.
Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar.
IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 er haldin af sýningarfyrirtækinu Ritsýn sf. sem hefur í 28 ár sérhæft sig í fagsýningum og má þar helstar nefna auk iðnaðarsýninga; landbúnaðar-, heilsu-, stóreldhúsa- og sjávarútvegssýningar.
Hafa sýningarnar allar verið haldnar í Laugardalshöllinni sem er eina sérhannaða fjölnota íþrótta-, tónleika- og sýningarhöll landsins.
Samtök Iðnaðarins eru samstarfsaðili iðnaðarsýningarinna en innan samtakanna eru um 1.700 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda er sýnir stærð iðnaðargeirans hér á landi.
Á IÐNAÐARSÝNINGUNNI 2025 verður meðal annars lögð áhersla á að kynna mannvirkjagerð, orku, innviði, vistvænar lausnir og hönnun.
Sýningin mun höfða bæði til fagmanna og almennings og verða þar bæði öflug fyrirtæki er hafa starfað um árabil á Íslandi og sprotafyrirtæki sem gætu orðið stórveldi framtíðarinnar.
IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 verður opin:
Fimmtudaginn 9. október frá kl. 14.00 til 19.00
Föstudaginn 10. október frá kl. 10.00 til 18.00
Laugardaginn 11. október frá kl. 10.00 til 17.00