Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um að ísraelsk stjórnvöld hafa í dag farið um borð í skip, Conscience, sem sigldi áleiðis í áttina til Gaza.
Íslenskur ríkisborgari sem var um borð hefur verið handtekinn. Í samskiptum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda vegna þessa máls í vikunni hefur verið áréttað að íslensk stjórnvöld gerðu þá kröfu að Ísrael færi að alþjóðalögum og að mannréttinda þeirra verði gætt sem væru um borð í umræddu skipi.
Utanríkisráðuneytið er í samskiptum við þar til bæra aðila til að veita viðkomandi einstaklingi borgaraþjónustu og hefur enn fremur verið í sambandi við aðstandendur viðkomandi. Áfram verður fylgst með málinu.
Vilt þú styrkja frjálsan og óháðan fjölmiðil sem þorir og er án ríkisstyrkja? Skráðu þig hér
Umræða