Hugleiðingar veðurfræðings
Yfir Grænlandi er 1031 mb hæð og yfir Brelandseyjum er önnur álíka hæð og milli þeirra er hæðarhryggur. Líkt og gjarnan fylgir háum loftþrýsting er hægur vindur á landinu en á Vestfjörðum og Ströndum verða suðvestan 5-10 m/s. Vestan- og sunnanlands blæs röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar en norðan- og austantil er að mestu leiti léttskýjað.
Á morgun verður vestlæt átt 3-8 m/s en 8-13 á norðvestanverðu landinu. Áfram skýjað vestantil en yfirleitt þurrt en bjartviðir í öðrum landshlutum.
Hiti 6 til 11 stig að deginum, en svalara að næturlagi og líklegt að hiti falli niður fyrir frostmark þar sem bjart verður. Spá gerð: 16.10.2025 06:40. Gildir til: 17.10.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt, en suðvestan 3-10 m/s norðvestantil með kvöldinu. Víða dálítil væta öðru hvoru, en léttskýjað austanlands. Vestlæg átt, 3-8 á morgun, en 8-13 norðvestantil. Skýjað, en þurrt að kalla á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað eystra.
Hiti 6 til 10 stig að deginum
Spá gerð: 16.10.2025 09:22. Gildir til: 18.10.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum, en þokuloft eða súld á norðanverðu landinu og við suðurströndina. Hiti 2 til 10 stig.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 m/s suðaustanlands. Skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Ákveðin norðaustanátt og éljagangur norðvestantil, annars hægari og dálitlar skúrir eða slydduél og kólnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með éljum og svölu veðri, en lengst af bjartviðri suðvestanlands.
Spá gerð: 16.10.2025 07:55. Gildir til: 23.10.2025 12:00.