Neytendasamtökin unnu sigur að hluta gagnvart óeðlilegum einhliða ákveðnum vöxtum banka og annara lánastofnana í gær. Bankarnir sögðu dóminn hafa lítil sem engin áhrif en bankarnir hafa undanfarna áratugi hagnast um hundruði milljaðra á hverju ári á vöxtum og fákeppni.
Bubbi Morthens sem hefur horft á þróunina undanfarna áratugi, þar sem fákeppni og engin samkeppni hefur verið á markaði, lýsir stöðunni með dass af kaldhæðni en ljóðskáldið hefur í gegnum árin komið auga á hversu mikil vanþróun er á Íslandi. Þ.e.a.s. Bankarnir hækka bara vexti þegar þeir eru dæmdir fyrir ólöglega okurvexti og taka með þeirri hegðun, enga samfélagslega ábyrgð.

,,Er þetta ekki dásamlegt í landi þar sem bankar þurfa ekki að hafa áhyggjur af samkeppni? Það er nýbúið að dæma skilmála Íslandsbanka ólöglega og svona gætu svörin litið út, tekið úr Mogga, tilvitnun hefst:
Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að líkur séu á því að nýfallinn dómur Hæstaréttar í máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka leiði til þess að bankarnir muni hækka vexti til að verja sig fyrir þeim sveiflum sem markaður framtíðarinnar gætu borið með sér.“
Bankarnir segja að ,,sigur í vaxtamáli“ hafi ekkert að segja