Samkeppniseftirlitið hjólar í bankana fyrir hótanir um vaxtahækkanir eftir dóm í vaxtamáli

Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hagsnunasamtaka heimilanna, reyndar er ekki fjallað um hver ábyrgð eftirlits Seðlabankans sé í þessu alvarlega máli. Þar segir jafnframt;
Fjármálaeftirlitið hefur leyft umræddum lögbrotum að viðgangast
Enn og aftur reynist Samkeppniseftirlitið vera haukur í horni í fyrir neytendur í lánamálum, annað en Fjármálaeftirlitið sem hefur leyft umræddum lögbrotum að viðgangast átölulaust allann tímann þó að margoft hafi verið bent á ólögmætið og Neytendastofa ítrekað úrskurðað fjölmargar ólíkar útfærslur skilmála um breytilega vexti ólöglegar (m.a. samkvæmt ábendingum frá HH). Segir í yfirlýsingunni.
,,Dásamlegt land þar sem bankar þurfa ekki að hafa áhyggjur af samkeppni“