Samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af atvinnuteymi Grindavíkurbæjar þann 8. október sl. voru um 800 manns að störfum í Grindavík þann dag. Könnunin var framkvæmd til að öðlast betri innsýn í umfang atvinnurekstrar í bænum.
Fyrirtæki sem vitað var að væru með starfsemi í Grindavík fengu senda könnun, og í kjölfarið var haft samband símleiðis við þau sem ekki höfðu svarað. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.
Ferðaþjónusta og veitingar | 357 | ||||
Sjávarútvegur og tengd starfsemi | 245 | ||||
Eldi á fiski o.fl. (lagareldi) | 36 | ||||
Iðnaður og þjónusta | 138 | ||||
Opinber starfsemi | 22 | ||||
Alls | 798 |
Ríkisstjórnin sturtar hundruðum milljarða í vaskinn – vókisminn og popúlisminn er plágan
Umræða