Lýst er eftir þremur gróðurhúsum í Bændablaðinu í dag sem eru sögð vera 14,5 fermetrar að stærð hvert um sig.
Gróðurhúsin sem eru 14,5 fm að stærð, voru afgreidd í sept. 2025 til Kjartansstaða, rétt við Selfoss og hafa trúlega verið seld þaðan án heimildar.
Óskað er eftir upplýsingum í auglýsingunni um hvar húsin eru niður komin og minnt er á að hilming yfir því hvar húsin eru, sé lögbrot. ,,Ef þú hefur upplýsingar um hvar þessi hús gætu verið niðurkomin, vinsamlega láttu lögregluna á Selfossi vita, eða söluaðila – Nýtt hús ehf. í síma 789-5656.“ Segir í auglýsingunni.

Umræða

