Appelsínugul viðvörun vegna veðurs : Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og austan 5-13 m/s vestantil, annars hægari vindur. Snjókoma suðvestanlands, og él um landið norðvestanvert, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Frost 0 til 7 stig. Talsverð ofankoma á Suðvesturlandi síðdegis og gæti þá hlýnað við ströndina með rigningu eða slyddu. Bætir í vind í kvöld.
Norðaustan 10-18 vestanlands í fyrramálið, annars hægari. Víða snjókoma eða él og frost 0 til 6 stig, en mildara syðst og rigning eða slydda þar fram eftir degi. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld.
Spá gerð: 28.10.2025 11:37. Gildir til: 30.10.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 8-15 m/s norðan heiða og á Vestfjörðum, en annars hægari. Snjókoma með köflum norðvestantil, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á föstudag:
Vaxandi norðaustanátt, 15-23 m/s seinnipartinn og rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma austanlands. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis.
Á laugardag:
Ákveðin austlæg átt, en suðlæg austantil síðdegis. Væta með köflum, en talsverð rigning á Suðausturlandi. Hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu um landið sunnanvert. Kólnar í veðri.
Á mánudag:
Austlæg átt og víða dálítil rigning eða slydda.
Spá gerð: 28.10.2025 09:49. Gildir til: 04.11.2025 12:00.

