Mark Zuckerberg eigandi og stofnandi Facebook var lengi vel orðaður við kaupin á þessari meiriháttar lúxus snekkju og staðfest hefur verið að ásett verð hafi verið um tvö hundrað milljónir dollara eða rúmlega tuttugu milljarðar íslenskra króna.
Ásett verð var um 20 milljarðar á sölusýningu í Monaco en eigandi snekkjunnar, milljarðamæringurinn Graeme Hart hefur átt snekkjuna undanfarin ár.
Sterkur orðrómur var um að viðskiptin hefðu átt sér stað, en Mark Zuckerberg og kona hans Priscilla Chan hafa siglt um heimsins höf á snekkjunni s.l. misseri og haft fullt forræði yfir henni. Nú er það staðfest að hjónin keyptu ekki snekkjuna eins og haldið hefur verið fram.
Ulysses er 107 metra löng snekkja og var smíðuð í Kleven skipasmíðastöðinni í Noregi. Um borð í snekkjunni eru sundlaugar, billjardstofa, barir, heitur pottur, sauna, líkamsræktarstöð, bíósalur ofl.
Þá er 24 metra bátur um borð og þyrla stendur á þyrlupallinum en einnig eru um borð jeppar ásama fjór- og sexhjólum, sæsleðum, mótorhjólum ofl.ofl..
15 einka svítur eru um borð sem rúma 30 manns. 43 eru í áhöfn og hefur áhöfnin 20 herbergi um borð og hér að neðan eru fleiri myndir og video sem sýna snekkjuna betur.
uppsetning: Eggert Skúli Jóhannesson