Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað eru átta vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 77 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili.
Lögreglustöð 1
- Innbrot í verslun. Málið er í rannsókn.
- Þjófnaður í matvöruverslun.
- Tveir menn handteknir grunaðir um húsbrot og líkamsárás. Vistaðir í fangaklefa.
- Innbrot í aðra verslun og málið í rannsókn.
- Maður handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu sem og að brjóta gegn lögreglusamþykkt. Jafnframt grunaður um vörslur fíkniefna. Vistaður í fangaklefa.
- Maður handtekinn fyrir að hafa hrækt á lögreglumann í miðborginni. Vistaður í fangaklefa.
- Maður handtekinn grunaður um að hafa ekið bifreið ölvaður og vímaður á gangstíg.
- Kona handtekin fyrir brot gegn lögreglusamþykkt. Vistuð í fangaklefa.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 2
- Tvö handtekin grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll. Vistuð í fangaklefa.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
- Kona handtekin grunuð um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 3
- Þjófnaður í matvöruverslun.
- Umferðarslys hvar einn var fluttur á slysadeild og tvær bifreiðar dregnar af vettvangi.
- Maður kærður fyrir að aka bifreið án ökuréttinda.
- Maður kærður fyrir að aka á 165 km/klst hvar hámarkshraði er 80 km/klst. Hann var sviptur ökurétti sínum á staðnum.
- Annar maður kærður fyrir að aka á 157 km/klst í götu hvar hámarkshraði er 60 km/klst. Hann var einnig sviptur á staðnum.
- Þriðji maðurinn kærður fyrir að aka á 124 km/klst í 80 götu. Vantaði einnig lögboðin ljós að framan.
Lögreglustöð 4
- Maður kærður fyrir líkamsárás og eignaspjöll.
- Umferðarslys hvar fólk slasaðist og bifreiðar skemmdust.
Umræða

