• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 26. janúar 2026
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Tæknivæðing gróðurhúsa heldur áfram: 118 milljónum úthlutað

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði breytingu á reglugerð um Loftslags- og orkusjóð og fól sjóðnum að veita garðyrkjubændum fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni.

Tæknivæðing gróðurhúsa heldur áfram: 118 milljónum úthlutað

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
26. janúar 2026
in Fréttir, Innlent
A A
0

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til orkusparandi verkefna í gróðurhúsum. Styrkirnir renna til 11 ylræktenda og miða að því að draga úr raforkunotkun, bæta orkunýtni og styðja við áframhaldandi tæknivæðingu íslenskra gróðurhúsa.

Verkefnin snúa fyrst og fremst að innleiðingu LED-lýsingar og annars orkusparandi búnaðar, sem getur dregið úr raforkunotkun í gróðurhúsum um 40–60%. Áætlað er að aðgerðirnar skili samtals 9,4 GWst árlegum raforkusparnaði, sem samsvarar raforkunotkun um 2.000 heimila.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð síðasta vor og fól sjóðnum að veita garðyrkjubændum fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar.

Í ljósi góðs árangurs úthlutunar síðasta árs til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum ákvað ráðherra að framhald yrði á fyrri úthlutun. Samanlagt má áætla að átaksverkefnið Styrkir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum geti náð fram raforkusparnaði sem nemur 17,8 GWst/ári. Það samsvarar árlegri raforkunotkun 3.900 heimila eða árlegri notkun 5.900 rafbíla.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Átakið sem ég setti af stað í fyrra skilaði jafnvel enn meiri árangri en við bjuggumst við. Því lá beinast við að stækka verkefnið og fá fleiri með. Þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem stjórnvöld ráðast í skipulegan fjárfestingarstuðning við framleiðendur garðyrkjuafurða – og nú heldur tæknivæðing gróðurhúsa áfram af fullum þunga. Styrkirnir skila sér í lækkandi raforkukostnaði og þannig aukinni framleiðni og samkeppnishæfni ylræktar á Íslandi, sem aftur skilar sér til neytenda og samfélagsins alls.”

Loftslags- og orkusjóður hefur umsjón með úthlutun styrkjanna og nemur hver styrkur hað hámarki 40% af heildarkostnaði hvers verkefnis, eða 15 milljónum króna.

Verkefnin sem hlutu styrk eru: 

Markmið styrkjanna er að draga úr orkunotkun í gróðurhúsum og bæta orkunýtni, meðal annars með innleiðingu á LED-ljósum og öðrum orkusparandi búnaði. Aðgerðirnar eiga að skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir bændur og stuðla að minni orkuþörf samfélagsins í heild.

Með úthlutuninni er lögð áhersla á verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu og stuðla að betri rekstrarhagkvæmni í gróðurhúsum, auk þess sem þau nýtist sem fyrirmyndir fyrir aðra í greininni.

Styrkir til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

    Fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun eru gereyðingarvop

    46 deilingar
    Share 18 Tweet 12
  • ,,Núverandi borgarstjóri tók þátt í skipulögðum árásum á feður“

    46 deilingar
    Share 18 Tweet 12
  • Heiða Björg í leynihópi – „rústum þessum gaurum“

    85 deilingar
    Share 34 Tweet 21
  • ,,Sólveig Anna flengdi Hallgrím Helgason á beran bossann“

    91 deilingar
    Share 36 Tweet 23
  • Bjarni Benediktsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?