Hver á 30 milljarða uppsafnaðan bótasjóð tryggingafélaganna?
Í umfjöllun um tryggingafélögin á Íslandi sem að birtist um helgina, komu fram ýmis atriði sem að ekki hafa verið mikið til umfjöllunar almennt. Bæði hvað varðar há iðgjöld og svo um bótasjóð tryggingafélganna sem að nemur hátt í 30 milljörðum. FÍB heldur því fram að bótasjóðurinn sé eign tryggingataka og þ.e. þeirra sem að hafa greitt allt of há iðgjöld vegna bílatrygginga á undanförnum áratugum til tryggingafélaga.
FÍB hefur m.a. rökstutt þær fullyrðingar með því að fyrrum forsjórar félaganna hafi staðfest það opinberlega og einnig hefur FÍB vísað til þess að iðgjöld hafi verið allt of há undanfarna áratugi og með samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Tryggingafélögin ætluðu að greiða hluthöfum um 9 milljarða í arð út úr sjóðum sínum og var þeim fyrirætlunum harðlega mótmælt og bent á að m.v. þær fjárhæðir sem að til stæði að greiða út, væri verið að taka fé úr bótasjóðnum sem að væri eign þeirra sem að mynduðu hann, þ.e. þeirra sem að hefðu greitt of há iðgjöld. FÍB hefur áður þurft að fara með mál fyrir dómstóla en það var vegna samráðs olíufélaganna um of hátt verðlag á eldsneyti.
FÍB vann það mál og forstjórar olíufélaganna voru dæmdir sekir í Hæstarétti. Olíufélögin voru látin greiða neytendum til baka oftekið fé af sölu eldsneytis. Hér er aftur á móti um að ræða 30 þúsund milljóna kröfu á hendur tryggingafélögunum sem að um er teflt sé ágreiningur um eignarhald á þeim 30 milljörðum sem að eru í bótasjóðnum. Bótasjóði sem að ekki er krafa um að sé til staðar lengur skv. reglugerð EES.
Spurningin er því einfaldlega sú, hver á bótasjóðinn, tryggingafélögin eða fólk og fyrirtæki sem að söfnuðu honum upp? Verður hann endurgreiddur til þeirra sem að hafa greitt allt of há gjöld eða verður hann greiddur inn á reikninga þeirra sem að eiga hlutabréf í tryggingafélögunum? Verður að leysa málið fyrir dómstólum?
,,Hvað fjandans samkeppni haldið þið að sé til staðar, þegar lífeyrissjóðirnir okkar eiga uppundir 50% í öllum tryggingarfélögum og lífeyrissjóðirnir öskra á arðgreiðslur?“
Fjölmargir hafa deilt og fjallað um greinina og á meðal þeirra er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness
,, Í þessari frétt kemur fram að Fréttatíminn hafi að undanförnu verið að skoða starfsemi tryggingafélaga á Íslandi og m.a. borið þau saman við tryggingafélög í löndum sem að eru næst okkur og við erum vön að bera okkur saman.
Niðurstaðan hefur verið á þann veg að hæstu iðgjöld sem að fyrirfinnast, eru á Íslandi. Hægt er í sumum tilfellum að tryggja tvo til þrjá bíla fyrir sömu fjárhæð og íslensk tryggingafélög eru innheimta fyrir einn bíl á Íslandi.
Í ljósi þess að að hæstu iðgjöld sem að fyrirfinnast í löndum sem við viljum bera okkur saman við eru á Íslandi er rétt að geta þess að lífeyrissjóðirnir okkar eiga stóra hluti í tryggingarfélögunum eða nánar tilgetið, 44% í TM, 43% í Sjóvá og 36% í VÍS.
Hvað fjandans samkeppni haldið þið að sé til staðar þegar lífeyrissjóðirnir okkar eiga uppundir 50% í öllum tryggingarfélögum og lífeyrissjóðirnir öskra á arðgreiðslur?
Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur að lífeyriskerfið okkar sem er með 3.100 milljarða inní íslensku hagkerfi er að valda því að hér ríkir sáralítil samkeppni ekki bara á tryggingarmakaðnum heldur líka í verslun, fjárskiptum, samgöngum og framvegis.
Þessi mikla aðkoma lífeyrissjðóðanna að viðskiptalífinu sér síðan til þess að vöruverði er haldið uppi og jafnvel veldur því því að launum sé haldið niðri allt til þess að uppfylla góðar arðgreiðslur til lífeyrissjóðina.
Þetta kerfi okkar er galið og stór meinsemd í okkar samfélagi!“ Segir Vilhjálmur Bjarnason um málið.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/08/25/neytendur-greidi-fyrir-tap-a-braski-tryggingafelaganna-uppsafnadur-botasjodur-i-ard-til-hluthafa/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/08/14/fjarmalaeftirlitid-stydur-otharfa-ofur-haekkanir-a-bilatryggingum-sem-eru-langt-umfram-verdlag/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/11/haar-ardgreidslur-til-hluthafa-tryggingafelaga-sama-tima-og-idgjold-almenning-haekka/